30.1.2018 | 12:45
Hvar eru nú bölsýnisraddir Evrópusambands andstæðinga..??
Margoft hefur maður séð hér á MBL blogginu pistla um meint dauðastríð Evrópusambandsins en ekki hefur staðið steinn yfir steini í þeim fullyrðingum.
Nú er góður hagvöxtur í sambandinu, lág verðbólga, mjög lágt vaxtastig og lítið atvinnuleysi.
Það er helst að hafa áhyggjur af Bretlandi en efnahagshorfur þar eru ekki góðar, enda eru þeir að ganga úr ESB.
Mesti hagvöxtur á evrusvæðinu í tíu ár | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Helgi Rúnar Jónsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
https://www.bloomberg.com/view/articles/2014-05-30/sex-drugs-and-accounting-in-europe
"Europe has a new source of economic growth. In the next few months all European Union countries that do not already include drugs, prostitution, and other illegal and gray-market businesses in their gross domestic product calculations will have to do so."
Það væri áhugavert að vita hvort Hagstofan á Íslandi hefur tekið upp mælingar á vændi og eiturlyfjasölu eins og krafa ESB er núna gagnvart meðlimalöndum sínum. Að laga hagvaxtartölur sínar með svona aðferðum flokkast undir bókhaldsbrellur í besta falli.
Með þessum aðferðum er hægt að taka hagvöxt út á yfirdrætti enda eru þetta algjörlega ágiskunartölur sem má haga eftir behag. Gleði þín með heilbrigt hagkerfi Evrópu og heilbrigðan hagvöxt verða að bíða betri tíma.
Samkvæmt nýjum bókhaldsleikjum ESB þá eru eiturlyfjasalar, eiturlyfjaneytendur og vændiskonur hluti af vinnumarkaðinum enda eru störf þeirra núna talin með í þjóðarframleiðslu :)
BB (IP-tala skráð) 30.1.2018 kl. 14:22
Þannig að þín útskýring BB á auknum hagvexti í Evrópusambandinu skýrist af aukinni eiturlyfja sölu og vændi í Evrópusambandinu..?...Er ekki að ganga á öllum hjá þér..?
Helgi Rúnar Jónsson, 30.1.2018 kl. 15:52
Þetta er ekki mín skýring að aukning á hagvexti sé nýjum reiknikúnstum að kenna. Spurning um hvort það sé dautt á öllum hjá þér?
BB (IP-tala skráð) 30.1.2018 kl. 17:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.